Fréttir

Körfubolti | 8. september 2022

Karfan er byrjuð að rúlla

Opnað hefur verið fyrir skráningu í körfubolta hjá Keflavík tímabilið 2022-23 í Sportabler.  Allir iðkendur hjá Keflavík þurfa að vera skráðir í Sportabler og er það forsenda þess að þeir megi æfa og keppa.  Það stefnir í flott tímabil og hlakkar okkur mikið til að taka á móti iðkendum. 
Samrýnt þjálfarateymi auk yfirþjálfara mun halda utan um hópana þennan veturinn og erum við stolt af því að vera með reynda þjálfara á öllum hópum.
Breyting verður á búningamálum Körfuknattleiksdeildarinnar og hefur deildin náð samingum við Jako. Nú munu allir eiga sinn keppnisbúning og allar búningatöskur fyrir 7. bekk og eldri munu heyra sögunni til í lok október. Gjaldið fyrir keppnisbúninginn er inni í æfingagjaldinu og gerir það foreldrum kleift að skipta gjaldinu niður fyrir honum líkt og æfingagjaldinu sjálfu.
Þegar iðkandi hefur verið skráður getur hann mætt í búningamátun sem mun fara fram í september og auglýst síðar.   Keppnisbúningurinn verður síðan afhentur í lok október en þangað til munum við keppa í núverandi búningunum.
Gleðilegt nýtt tímabil 🏀 Hlökkum til að sjá ykkur.
Barna- og unglingaráð KKDK
Skráning er hér

Skráning í körfubolta

Æfingatöfluna má finna hér;

https://korfubolti.keflavik.is/deildin/aefingatafla