Fréttir

Katla Rún framlengir
Karfa: Konur | 22. ágúst 2022

Katla Rún framlengir

Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkurstúlkna, hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til tveggja ára. Katla Rún, sem er uppalin Keflavíkurmær, hefur verið lykilleikmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár en hún þykir með betri varnarmönnum deildarinnar. Katla Rún skoraði 6 stig og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik á sl tímabili.

 

Mikil ánægja er innan herbúða Keflavíkur með áframhaldandi veru Kötlu Rúnar hjá Keflavík enda er hún leiðtogi innan vallar sem utan. “Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili. Hópurinn er bara að styrkjast frá því í fyrra og þó við séum með ungt lið er það fullt af hæfileikum” Katla segir markmið vetrarins klárlega vera að gera betur en í fyrra þegar liðið endaði í 5. sæti. “Við verðum að byrja á því að stefna á úrslitakeppnina. Það er kannski ekki nýtt að Keflavík sé með ungt kvenna lið en í ár erum við með mjög breiðan hóp og margar stelpur til að fylgjast með. Tímabilið byrjar svo með trompi á alvöru “el classico” á heimavelli 21. september og hlakka ég til að sjá Keflvíkinga fjölmenna í Blue Höllina til að styðja við okkur í þeim leik og öðrum leikjum í vetur“