Fréttir

Keflavík semur við nokkrar ungar og efnilegar
Karfa: Konur | 5. desember 2022

Keflavík semur við nokkrar ungar og efnilegar

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi á dögunum við fimm ungar og efnilegar stúlkur sem æfa og leika með meistaraflokki félagsins. Keflavíkurstúlkur hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og eru sem stendur á toppnum með 10 sigra og 1 tap. Stelpurnar sem um ræðir eru Anna Þrúður Ósmann Auðunsdóttir, Ásthildur Eva Hólmarsd. Olsen, Erna Ósk Snorradóttir, Gígja Guðjónsdóttir og Hjördís Lilja Traustadóttir en allar hafa þær farið í gegnum yngri flokkastarf félagsins sem þekkt er fyrir fjöldaframleiðslu á gæða leikmönnum í kvennaflokkum.



Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður KKDK, kvaðst ánægður með að búið væri að tryggja efnilegustu leikmenn liðsins. “Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem félag að halda áfram að framleiða góða leikmenn sem geta tekið við keflinu þegar aðrar stúlkur hætta eða fara í háskólanám til Bandaríkjanna svo dæmi sé tekið. Þetta höfum við verið að gera undanfarna tugi ára og vonandi getum við haldið þessu áfram til framtíðar. Þær stelpur sem við semjum við núna eiga framtíðina fyrir sér, þær eru góðir félagsmenn og með dugnaði og elju er líklegt að þær spili lykilhlutverk í Keflavíkurliðinu áður en langt um líður” Keflavík semur við nokkrar ungar og efnilegar

 

 

Myndasafn