Fréttir

Leikmenn og þjálfarar framlengja
Karfa: Karlar | 9. apríl 2021

Leikmenn og þjálfarar framlengja

Það er okkur í stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sönn ánægja að tilkynna að samningar við eftirtalda þjálfara og leikmenn voru framlengdir í vikunni.
Hjalti Vilhjálmsson framlengdi um 2 ár sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Hann og Finnur Jónsson standa því áfram vaktina en þeir hafa náð mjög svo flottum árangri með okkar lið síðustu ár.
Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson skrifuðu einnig undir 2 ára samninga sem þjálfarar meistaraflokks kvenna. Þeir hafa unnið afskaplega gott starf með hið unga lið Keflavíkur og það verður gaman að sjá liðið þróast áfram næstu árin.
Fyrirliðinn Hörður Axel framlengdi svo til næstu þriggja ára sem leikmaður Keflavíkur. Hörður hefur sýnt það og sannað að þar er á ferðinni einn allra besti leikmaður landsins.Tímabilið sem nú er í gangi hefur verið eitt af hans besta ef ekki það besta hingað til, en hann á nóg eftir.
Dominykas Milka setti blek á íslenskan pappír sem tryggir veru hans með liðinu næstu tvö árin. Dom hefur svo sannarlega sett svip sinn á Dominos deildina frá því hann kom og hefur heillað körfuboltaáhugamenn upp úr skónum, innan sem utan vallar.
Ágúst Orrason, AKA Gústi Pepp skrifaði svo undir 2 ára samning. Gústi hefur átt mjög gott tímabil í ár og er fullur sjálfstraust fyrir komandi ár. Afar mikilvægur hlekkur í okkar liði og án efa ein besta skytta landsins.
Sem sagt frábær tíðindi að berast úr Blue Höllinni en á næstu dögum má vænta frekari frétta af leikmannamálum.