Búningamál

Körfuboltabúningar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

 

Körfuboltabúningar fyrir 1.- 6 flokk

Búningur að gjöf við fyrstu skráningu iðkanda.

Við fyrstu skráningu iðkanda að hausti í 1.-6 flokki Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fær iðkandinn búning að gjöf frá Barna og unglingaráði Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. ( Ef iðkandi er nýskráður eftir áramót greiðir hann helming af kostnaði búningsins ) Gildir ekki á sumarnámskeiðum og öðrum námskeiðum deildarinnar.

Þjálfarar sjá um að panta búninga fyrir iðkendur sem eru nýskráðir í gegnum Sportabler skráningarkerfið.

  • Búningarnir eru frá Henson og koma í hefðbundnum fatastærðum það er 116, 128,134 og svo framvegis. Hægt er að fá minni stærðir. Gott er að panta búninginn rúmann þ.e. einni til tveimur stærðum yfir stærð barnsins þar sem búningurinn er notaður í keppni á opnum mótum fyrir 1.-6 flokk.
  • Iðkandi fær að velja sér númer á búninginn og einnig hefur hann val um hvor hann vilji hafa nafn sitt á búninginum.

Kaup á búning fyrir iðkendur sem áður hafa verið skráðir hjá deildinni eða eru á leiksskólanámskeiði.

Hægt er að kaupa keppnisbúninginn hjá Barna og unglingaráði KKDK og kostar búningurinn 10.000 kr. Greiða þarf fyrir búninginn áður en pantað er. Upplýsingar um stærðir má sjá í kaflanum hér að ofan.

  • Leggja á inn á bankareikning deildarinnar, kt. 511005-1830, banki 0142-26-511005. 
  • Mikilvægt er að senda staðfestingu greiðslu með pöntun, annars mun pöntunin ekki ganga í gegn.
  • Senda síðan pöntun með upplýsingum um iðkanda, stærð búnings, númer sem á að fara á búninginn, hvort nafn iðkanda á að vera á búninginum.  Um búningamál sér Linda María Sturludóttir og því þarf að senda henni upplýsingar um pöntun með upplýsingum að ofan.  Síminn hjá Lindu er 869-6165 og hún er með netfangið linda050280@gmail.com

 

Keppnisbúningar fyrir 7. flokk og eldri 

Barna og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur leggur iðkendum í 7. flokki og eldri til keppnisbúning og þurfa þeir iðkendur því ekki að kaupa sér keppnisbúning.