Körfuboltaæfingar fyrir leikskólahóp að hefjast
Þann 11. janúar næstkomandi mun hefjast að nýju hið vinsæla 10 vikna körfuboltanámskeið fyrir börn fædd 2019-2021.
Lögð er áhersla á skemmtilega hreyfingu og góðar æfingar í boltatækni.
Æft er á laugardögum kl. 11:40 - 12:30 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þjálfari á námskeiðinu er Anna Ingunn ásamt aðstoðarþjálfurum.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler og er hægt að velja á milli tveggja greiðslumögueika, námskeið eða námskeið + búning.
Hlökkum til að sjá sem flesta í salnum, við tökum vel á móti öllum.
Barna og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur