1. og 2. sætið mætast er Keflavík mætir KR á föstudag
Topplið Keflavíkur mætir KR, liðinu í 2. sætinu á föstudaginn í 17. umferð Iceland Express-deild karla. Leikurinn skiptir miklu máli í baráttunni um toppsætið og um leið deildarmeistartitilinn. Keflavík er á toppnum með 28 stig en KR er með 26. stig.
Keflavík sigraði í fyrri leik liðanna, 107-85 eða alls með 22. stiga mun. Stighæstir í þeim leik voru B.A með 37. stig, Tommy með 20. stig, Gunni 14. stig, Maggi 14. stig og Siggi 11. stig. Stigahæstir KR-inga voru Andrew Fogel með 25. stig og Joshua Helm með 17. stig.
Leikurinn hefst kl. 19.15 í DHL höllinni og hvetjum við alla stuðningsmenn til að mæta og mynda góða stemmingu