Fréttir

1. umferð fjöllliðamótanna heldur áfram um helgina
Körfubolti | 16. október 2014

1. umferð fjöllliðamótanna heldur áfram um helgina

Fjölmargir leikir eru á dagskrá í körfunni um helgina þegar fjölliðamót yngri flokka á Íslandsmótinu, 1. umferð heldur áfram á laugar- og sunnudag.

Flokkarnir sem ætla að halda uppi heiðri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og eiga mót um helgina eru Minnibolti 11. ára drengja sem þreytir frumraun sína á Íslandsmótinu í Garðabæ þar sem þeir leika á föstudeginum í Sjálandsskóla og á laugardag í Ásgarði. 7. flokkur stúlkna leikur á Flúðum, 9. flokkur drengja leikur á heimavelli í TM höllinni og 10. flokkur stúlkna leikur í Ljónagryfjunni alræmdu í Njarðvík.  

Öll Keflavíkurliðin hefja leik í A-riðli samkvæmt árangri þessara flokka á síðustu leiktíð

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 1. umferð:

Minnibolti 11. ára drengja leikur í Garðabæ í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

7. flokkur stúlkna leikur á Flúðum í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

9. flokkur drengja leikur í TM höllinni í Keflavík í A-riðli; Úrslit laugardagsins  Leikjadagskrá sunnudags 

10. flokkur stúlkn leikur í Njarðvík í A-riðli: Úrslit laugardagsins  Leikjadagskrá sunnudags

Aðeins eitt að lokum:

ÁFRAM KEFLAVÍK