Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. október 2009

10 ára stelpurnar kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti

Stelpurnar í 5. bekk fóru til Sauðárkróks um s.l. helgi og kepptu þar á sínu fyrsta Íslandsmóti í C-riðli.  Þær munu keppa sem B-lið Keflavíkur í minnibolta 11. ára í vetur og eru því að spila eitt ár upp fyrir sig. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við foreldra stúlknanna þar sem ekki er keppt lengur í minnibolta 10 ára á Íslandsmóti og því má segja að þetta sé liður í undirbúningi næsta árs. 

Farið var á einum 15 manna bíl og voru fjórir foreldrar með í för auk þjálfara stúlknanna, Kolbeins Skagfjörð.  Stelpurnar hófu leik gegn liði Grindavíkur og töpuðu honum með fjórum stigum í jöfnum og spennandi leik.  Næsti leikur var gegn sterku liði heimamanna í Tindastól og tapaðist sá leikur með nokkrum mun.  Farið var á Ólafshús í pizzu um kvöldið.  Næsta morgun var leikið gegn Hrunamönnum og tapaðist sá leikur einnig með einhverjum tuttugu stigum.  Þrátt fyrir að allir leikir töpuðust þessa helgi voru merkjanlegar góðar framfarir hjá stelpunum og nokkuð víst að liðið mun bæta sig eftir því sem að líður á veturinn.  Þær nutu vel ferðarinnar og var stemmingin frábær alla helgina.  Næsta fjölliðamót hjá stelpunum verður helgina 28.-29. nóv. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni: