Fréttir

10. flokkur drengja komnir í bikarúrslit
Karfa: Yngri flokkar | 24. febrúar 2014

10. flokkur drengja komnir í bikarúrslit

Keflavíkurpiltar léku s.l. föstudag dag á heimavelli gegn sterku liði Snæfells  í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í 10. flokki drengja.

Heimamenn höfðu unnið tvo leiki í bikarnum áður en kom að leiknum gegn Hólmurum sem hafa verið með annan fótinn í A-riðli allt tímabilið.  Á sama tíma hafa Keflvíkingar þurft að sætta sig við að spila í B-riðli fyrstu mót tímabilsins, þó nú séu þeir komnir í A-riðil fyrir síðasta fjölliðamót vetrarins, þar sem þeir telja sig að sjálfsögðu eiga heima.

Staðan eftir 1. leikhluta var 19-17 Keflavík í vil en í öðrum leikhluta settu heimamenn í lás í vörninni og unnu þann leikhluta afgerandi, 16-4 þannig að staðan í hálfleik var 35-21.  Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, börðust vel, spiluðu glæsilega vörn og höfðu yfirhöndina allan leikinn.

Guðmundur Ingi Skúlason þjálfari liðsins var hrikalega ánægður með leikinn og sagði að strákarnir hefðu spilað fanta vörn og að hver og einn hafi spilað fyrir liðið sem fyrst og fremst lagði grunnin að góðum sigri. Lokatölur 53-43 fyrir Keflavík og óskum við drengjunum í 10. flokki góðs gengis í úrslitum bikarsins gegn KR eða Njarðvík sem eiga eftir að útkljá hvort liðið  komist í úrslitaleikinn.