10. flokkur drengja úr í bikarkeppni.
10. flokkur drengja fór í kvöld í Hellirinn í Breiðholtið og atti kappi við ÍR drengi í fyrstu umferð bikarkeppni 10.flokks drengja. (10. bekkur grunnskólans)
Lið okkar fór mikið breytt í þennan leik, en fjórir lykilleikmenn hafa nýlega hætt og snúið sér alveg að fótboltanum eða hafa ákveðið að taka stutt frí frá körfunni.
Liðið í kvöld var skipað þeim Sigurþóri Inga, Knúti Ingvars, Oliver Bjarna., Arnþóri Inga, Kristni Rafni, Matta, Brynjari Bergmann, Arnóri Inga, Andra Ingvars., og Ísak, en allir leikmenn léku í leiknum.
Okkar drengir höfðu forystu mest allan leikinn en þó aðeins um þriggja til fimm stiga forystu og leikurinn því hnífjafn allan leikinn. Staðan í lok leikhlutanna var þannig 13-15 / 25-30 / 36-38 / 53-53 / frl. 65-61.
Stigahæstir í kvöld voru Sigurþór með 26 og Arnþór með 23 en aðrir skoruðu minna.
Bikarkeppninni er því lokið þetta keppnistímabilið, en þessi flokkur lék til úrslita í bikarkeppninni í fyrra og tapaði naumlega gegn Grindavík í hörkuleik.