10. flokkur karla
10. flokkur karla spiluðu í fjölliðamóti hér í Keflavík um helgina. Á laugadag var leikið á sunnubrautinni, en á sunnudag var leikið í íþróttahúsi Heiðarskóla. Að þessu sinni voru drengirnir að spila í b-riðli og voru aldeilis ákveðnir í því að staldra stutt við á þeim bænum. Strákarnir unnu alla leiki sína og flesta nokkuð örugglega og verða vonandi tilbúnir í harðari samkeppni í a-riðli í næsta fjölliðamóti.
Úrslit leikja og stigaskor.
Keflavík - Þór Þorl: 72-38
Sigfús Jóhann Árnason 23, Guðmundur Gunnarsson 15, Þorbergur Geirsson 14, Lárus Þór Skúlason 8, Stefán Geirsson 6 og Arnar Guðjón Skúlason 6.
Keflavík - ÍR: 42-33
Lárus Þór Skúlason 10, Stefán Geirsson 9, Sigfús Jóhann Árnason 9, Guðmundur Gunnarsson 8, Þorbergur Geirsson 4 og Almar Stefán Guðbrandsson 2.
Keflavík - Kormákur: 66-51
Guðmundur Gunnarsson 33 (9 3ja stiga körfur), Sigfús Jóhann Árnason 13, Stefán Geirsson 11, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Þorbergur Geirsson 2, Arnar Guðjón Skúlason 2 og Lárus Þór Skúlason 2.
Keflavík - Valur: 70-34
Sigfús Jóhann Árnason 30, Guðmundur Gunnarsson 12, Lárus Þór Skúlason 10, Stefán Geirsson 8, Guðmann Lúðvíksson 6, Þorbergur Geirsson 2 og Arnar Guðjón Skúlason 2.