Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 20. apríl 2009

10. flokkur kvenna er Íslandsmeistri 2009

Stelpurnar í A-liði 10. flokks urðu Íslandsmeistarar í gær þegar þær lögðu B-liðið í úrslitaleik í DHL-höllinni 50-40. Ótrúlegt að eiga bæði liðin í úrslitaleiknum og taka gull og silfur í sama flokki en að sama skapi góður vitnisburður um þá breidd sem er að finna í yngri flokkum kvenna í Keflavík. 

B-liðið lagði á laugardag lið Hauka í undanúrslitum 47-30.  Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Ingunn Embla með 20 (19 frák.) Emelía 8, Lovísa 6 (10 frák.)og Anita 6. Vítanýting Keflavíkur var 9/15 eða 60%

A-liðið vann stórsigur á Grindavík 74-34 þar sem stigahæstar voru Eva Rós G. var með 25 stig (10 frák. og 7 stolnir), Maria 20 (13 frák., 4 varin og 3 stolnir) og Soffía Rún 7. Vítanýting Keflavíkur var 15/22 eða 68,2%

Varnarleikurinn var í fyrirrúmi þegar þessi tvö lið mættust síðan í úrslitaleiknum og eftir frekar jafnan fyrri hálfleik reyndist A-liðið sterkara og landaði frekar öruggum sigri. María Ben Jónsdóttir var valinn maður leiksins með 15 stig,10 fráköst, fjóra stolna bolta og fjögur varin skot. Eva Rós G. skoraði 13 (5 frák, 5 stoðs.) Telma Lind 9, Soffía 6 (6 frák.), Árnína 3, Sigrún 2 (12 frák.) og Árný 2 stig. Vítanýting A-liðsins var 12/16 eða 75%.

Í B-liðinu skoraði Anita 13, Ingunn Embla 11 (6 frák.,3 varin), Andrea 8 (8 frák.), Lovísa 6 (6 frák.) og Emelía 2.  Vítanýting B-liðsins var 6/16 eða 37,5%.

Til hamingju með titilinn og tímabilið stelpur.

Keflavík A í fremri röð og Keflavík B í þeirri aftari með þjálfurunum Jóni og Kolla