10. flokkur stúlkna - sigur í bikarleik
Stúlkurnar í 10. flokki spiluðu á þriðjudagskvöld í undanúrslitum í bikarkeppninni við Hauka. Leikið var í Toyotahöllinni.
Keflavíkurstúlkur hafa spilað í A-riðli í vetur en Haukar hafa ekkert verið þar í vetur. Stelpurnar okkar hafa greinilega búist við auðveldum leik og einkenndist byrjunin á því. Haukastelpurnar skelltu tveimur þristum í andlitið á okkar dömum strax í byrjun og komust í 6 -3 (þjálfarinn ekki sáttur). Tók Keflavík þá við sér og höfðu þægilegt forskot í leikhlé 29 -17. Í seinni hálfleik settu þær svo í þriðja gír og endaði leikurinn 69 – 37. Þökkum Haukum fyrir leikinn.
Allir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og stóðu sig glimrandi vel. Þær eru komnar í úrslit og mæta þar annaðhvort Njarðvík eða Hrunamönnum. Úrslitaleikir í bikarkeppninni fara fram að Ásvöllum í umsjón Hauka helgina 26. og 27. feb. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna bikarinn aftur.
Þær sem spiluðu í kvöld voru: Ingunn Embla, Thelma Hrund, Katrín Fríða, Rán Ísold, Sandra Lind, Bríet Sif, Sara Rún, Elínora Guðlaug, Helena Ósk, Ólöf Rún, Birta Dröfn, Ellen og Kristrún.
Áfram Keflavík.