Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 28. nóvember 2010

10. flokkur stúlkna í góðum gír

10. flokkur stúlkna hefur spilað á tveimur fjölliðamótum í vetur og koma taplausar frá þessum tveimur helgum.

 

Flokkurinn er skipaður stúlkum fæddum ´95. Þar sem aðeins fjórar í þeim árgangi eru að æfa hjá Keflavík njóta þær stuðnings frá stúlkum fæddum ´96 en sá flokkur er mjög öflugur og hefur ekki enn upplifað að tapa í sínum aldursflokki.

 

Síðasta mót hjá stelpunum var helgina 20. - 21. nóv. en þá var leikið í Grindavík. Andstæðingarnir voru: Njarðvík, Grindavík, Breiðablik og Valur. Allir leikirnir unnust stórt og er lítið meira um það að segja.

 

Stelpurnar voru ekki alveg lausar frá Grindavík eftir þessa helgi því þær drógust gegn þeim gulu í bikar og fór sá leikur fram s.l. föstudag, 26. nóv. Gangur leiksins var okkar stelpum í vil. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 7 – 20 fyrir okkar dömum. Í hálfleik var staðan 21 – 36. Stelpurnar héldu þægilegu forskoti og í lok þriðja leikhluta stóðu leikar 24 – 50. Lokatölur urðu svo 38  -52. og eru þær því komnar áfram í bikarkeppninni. Fjórði leikhluti tapaðist reyndar 14 – 2 (tölur sem margir kannast við).

 

Stigahæstar voru Thelma Hrund með 14 stig og Bríet með 13, aðrar voru undir 10 stigum og dreifðist stigaskorun því vel.

 

Þessi hópur er mjög samstilltur og hafa virkilega gaman af því sem þær eru að gera og eru tilbúnar að leggja mikið á sig. Þjálfari 9. og 10. flokks er Jón Guðmundsson. Þær eru í góðum höndum þar. Þeir sem þekkja Jón vita að hann er mjög lifandi á hliðarlínunni og skiptir ekki máli hve mikill munur er á liðunum, hann vill alltaf fá það besta fram í þeim og miðað við úrslitin virðist það ganga ágætlega hjá honum.

 

Þrjár af þessum stelpum eru enn að og hafa spilað alla leiki 10. flokks í vetur (mynd tekin 2004)