Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 25. nóvember 2010

10. og Drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði Drengjaflokkur og 10. flokkur drengja eru fallin úr leik í bikarkeppni yngri flokka.

Drengjaflokkur lék á heimavelli í fyrrakvöld, þriðjudag, gegn sameiginlegu liði Hamars/Þórs Þor..  Skemmst er frá því að segja að gestirnir unnu verðskuldaðan og öruggan sigur 81-64, þar sem okkar menn sáu sjaldan til sólar.  Keflvíkingar léku án miðherja síns Andra Þórs Skúlasonar og því vantaði tilfinnanlega hæð í teiginn. Sumir drengjanna voru langt frá sínu besta í þessum leik að Sævari Eyjólfssyni undanskildum sem skaraði fram úr í liði Keflavíkur.

Í gær, miðvikudag, mættu síðan gaurarnir í 10. flokki í DHL höllina og léku gegn b liði KR sem er 9. flokkur félagsins. Eftir nokkuð jafnan og spennandi leik þurfu okkar menn að játa sig sigraða 59-56 en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútunni.

Í upphafi leiks leit út fyrir að okkar drengir ætluðu að taka leikinn í sínar hendur, byrjuðu af krafti og komust í 8-2 en þá slokknaðu ljósin á okkar mönnum, langvarandi skorstífla gerði vart við sig og KR leiddi eftir fyrsta leikhluta 19-11.  Keflavík byrjaði 2. leikhluta líkt og þann fyrsta með góðum spretti og náðu aftur forystu 20-19.  Þá dofnaði aftur aftur á ljósunum og heimamenn leiddu í hálfleik 32-24.  KRingar náðu mest 11 stiga forystu í 3. leikhluta en þá kom góður kafli hjá Keflvíkingum og þeir náðu að komast yfir 38-37.  Í síðasta leikhlutanum var aldrei langt á milli liðanna þó heimamenn leiddu oftast leikinn.  Þegar 38 sek. voru eftir af leiktímanum vann Keflavík boltann, tveimur stigum undir en náðu ekki að gera sér mat úr þeirri sókn og töpuðu boltanum þegar 22 sek. voru eftir. KRingar héldu rétt á spilunum á þeim sek. sem eftir lifðu leiks og lönduðu góðum sigri.

Aron Freyr var grimmur að vanda í kvöld og lét mikið að sér kveða í sókn sem vörn, var með 28 stig, 18 fráköst, 2 stoðsendingar, 6/8 í vítum (31 alls í framlag) og var með talsverða yfirburði á vellinum. Aðrir leikmenn mega gjarnan láta meira að sér kveða í sóknarleiknum og sýna meira frumkvæði en þeir gerðu í kvöld, voru full passívir og treystu um of á Aron Frey á köflum. Baráttan var þó fín á löngum köflum í leiknum og nokkrir áttu fínar rispur í kvöld. Aðrir leikmenn sem komust á blað í kvöld voru:

Aron Ingi, 9 stig, 4 fráköst, 2 stoð.

Sigurður Bessi, 6 stig, 4 stoð. (var að stíga upp úr flensu)

Hilmir Gauti, 5 stig

Eyþór 4 stig, 8 fráköst, 2 stoð.

Ásgeir, 2 stig

Birkir, 2 stig

Aron Freyr lék vel í gær