Fréttir

Körfubolti | 19. janúar 2006

10 stiga tap í Borgarnesi

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Skallagrím í 13 umferð Iceland Express-deildarinar, 98-88. Keflavík var yfir í hálfleik 42-44, en staðan var 73-68 eftir þriðja leikhluta.

Borgnesingar byrjuðu leikinn betur og komust í 9-0 en nýji leikmaður Keflavíkur Vlad Boer skoraði fyrstu 4 stig Keflavíkur. Keflavík var þó frekar lengi í gang en náðu góðum leikkafla undir lok leikhlutans og staðan því 28-24 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var mjög jafn og spennandi  og mikil læti í áhorfendum. Keflavík jafnaði leikinn og komst yfir og leiddi í háflleik 42-44.  Spennan helst áfram í seinni hálfleik en Borgnesingar náði forustu á nýjan leik í lokaleikhlutanum og náðu að landa sigri.Bestu menn Keflavíkur voru AJ með 22 stig en var aðeins með 4 fráköst sem þykir mjög lítið á þeim bæ. Magnús Þór Gunnarsson kom næstur í stigaskori og var með 19 stig og fjóra þrista. Vlad vantar en upp á leikformið en skoraði 8 stig og var með ágæta nýtingu í leiknum. Gunni E. og Arnar Freyr skoruðu 9 stig. Halldór átti ágæta spretti og skoraði 8 stig.

Ef tölfræði leiksins er skoðuð þá kemur fram að Keflavík tók 19 fráköst og Skallagrímsmenn 43. Skallagrímur gaf 25 stoðsendingar en Keflavík bara 12, ef þessu munur er réttur þeas tölfræði leiksins er rétt þá er 10 stiga tap ekki mikið.

Jonni lék ekki með í gær og verður að öllum líkindum ekki með í næstu leikjum. Það verður því einhver bið á að við náum að stilla upp okkar besta liði, en vonandi nær Jonni að verða leikfær sem allra fyrst.

 

Tölfræði leiksins

Svona lýsa Borgnesingar leiknum