Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 22. apríl 2006

10.flokkur drengja

Í morgun  (22.4.'06) kl. 08:00 léku drengirnir í 10.flokki við Breiðablik í 4-liða úrslitum Íslandsmótsins. Breiðabliksdrengir byrjuðu betur, en okkar drengir komust fyrst yfir 18-17 á 8. mín. fyrri hálfleiks. Við leiddum með 3 stigum í hálfleik 34-33. Við bættum síðan í og vorum komnir með 14 stiga forskot þegar 6 mín. lifðu leiks. Í stöðunni 58-44 setja Breiðabliksmenn í gírinn og pressa okkar drengi eins og óðir væru, og við missum Sigfús útaf með 5 villur.  Þeir skora 14 stig í röð og jafna leikinn 58-58. Síðustu 2 mín. leiksins voru síðan mest villur og vítaskot og endaði leikurinn 67-69 fyrir Breiðabliksmenn.  Tæpt stóð það, en einungis vantaði herslumunin og smá skynsemi hjá okkar drengjum á lokamínutum. Við óskum Breiðabliksmönnum til hamingju með að vera komnir í úrslit á móti KR-ingum, en þeir unnu Hauka í hinum undanúrslitaleiknum með u.þ.b. 18 stiga mun.

Stigaskor hjá okkur í morgun var:
Guðmundur A Gunnarsson      21 stig
Sigfús J. Árnason                    14 stig
Lárus Skúlason                       12 stig
Stefán Geirsson                      10 stig
Almar S. Guðbrandsson           6 stig
Arnar G. Skúlason                   4 stig
Ingimundur Guðjónsson
Bjarki Rúnarsson
Hrói Ingólfsson
Árni Ásgerisson

Áfram Keflavík