Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 14. nóvember 2006

10.flokkur drengja

Þá er lokið 2. umferð Íslansdsmótsins hjá 10.flokks drengjum.
Umferðin fór fram í Njarðvík 11. og 12. nóv. og var mjög spennandi.

Leikið var föstudag, laugardag og sunnudag.  Mótið var keppni í B-riðli en strákarnir
höfðu fallið úr A-riðli eftir fyrsta mótið.  Mótherjar voru Njarðvík, Þór
Akureyri, Tindastóll, Hrunamenn frá Flúðum og Fjölnir-B.  Keflavíkurliðið
var skipað þeim Arnari Guðjóni, Lárusi, Stefáni, Bauna og Denna, allir
fæddir 1991.  Vekna manneklu fengu drengirnir styrkingu frá strákum í 9. flokki.
Mættir voru Kristján, Eðvald, Jeremy, Atli og Gísli, allir fæddir 1992.
 Öll lið mættu ákveðin til leiks, staðráðin í að vinna sér sæti í A-riðli meðal þeirra bestu.


Keflavík 54 – Njarðvík 39.

Keflavík mætti mjög ákveðið til leiks og vann öruggan sigur.  Talsvert var
af áhorfendum á leiknum enda um nágrannaslag að ræða.  Stigaskor var
eftirfarandi; Arnar Guðjón 20 stig, Stefán 14 stig, Lárus 11 stig, Eðvald 5
stig og Bauni 4 stig.  Vítanýting var 57%.  


Keflavík 78 – Þór 39.

Öruggur sigur hjá strákunum. Stigaskor var eftirfarandi; Arnar 18 stig,
Stefán 14 stig, Lárus 13 stig, Atli 10 stig, Bauni 6 stig, Eðvald 6 stig,
Gísli 5 stig og Denni 2 stig.  Vítanýting var 64%.


Keflavík 37 – Tindastóll 59.

Einn af úrslitaleikjum mótsins.  Stólarnir voru sterkari á öllum sviðum og
unnu öruggan sigur.  Stigaskor var eftirfarandi; Lárus 17 stig, Arnar 9
stig, Stefán 5 stig, Eðvald 4 stig og Bauni 2 stig.  Vítanýting 36%.


Keflavík 42 – Hrunamenn 41.

Strákarnir rétt náðu að merja sigur eftir að Hraunamenn höfðu sótt fast að
þeim. Í lok leiksins fékk Keflavík dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli
þjálfara vegna dómgæslu. Stigaskor var eftirfarandi; Lárus 16 stig, Arnar 12
stig, Bauni 5 stig, Jeremy 3 stig, Denni 2 stig, Stefán 2 stig og Eðvald 2
stig.  Vítanýting 67%.


Keflavík 67 – Fjölnir-B 72.

Með sigri í leiknum myndu strákarnir sigra í riðlinum og komast aftur upp í
A-riðil.  Um var að ræða hörkuleik þar sem liðin skipustu á að hafa 1 til 3
stiga forustu.  Er lítið var eftir af leiknum höfðu strákarnir 2 stiga
forustu.  Þá fór á stað atburðarráðs sem varð þess valdandi að Fjölnir-B
sigraði leikinn með 5 stigum.  Þjálfari og einn leikmaður Keflavíkur fengu á
sig 4 tæknivíti með fyrrgreindum afleiðingum.  Fyrr í leikunum hafði
Keflavík fengið á sig 2 tæknivíti.  Tæknivítin voru fyrir mótmæli við dómara
og óíþróttamannslega framkomu.  Ekki er lagt mat á dómgæsluna í þessari
grein.  Stigaskor var eftirfarandi; Arnar 22 stig, Bauni 16 stig, Lárus 14
stig, Stefán 7 stig, Kristján 4 stig og Eðvald 4 stig.  Vítanýting 75%.

 
Þrír sigrar og tvö töp er niðurstaða helgarinnar.  Strákarnir komust ekki
upp í A-riðil í þetta skiptið eins og stefnt var að.  Nú er bara að halda
áfram að æfa vel og vinna 3 mótið í B-riðli og komast upp í A-riðil fyrir
síðasta mótið í vor.  Eitthvað verður nú þjálfarinn og leikmaður Keflavíkur
að athuga sinn gang varðandi framkomu við dómara.  Það hefur löngu verið
sannað að ekki þýðir að deila við dómarann.  Refsingin verður bara þyngri ef
menn deila.

Áfram Keflavík.

Skúli Jóns.