Fréttir

10.flokkur drengja í A-riðil.
Karfa: Yngri flokkar | 22. október 2012

10.flokkur drengja í A-riðil.

Drengir í 10. flokki (10. bekkur grunnskólans) héldu til Sauðárkróks nýliðna helgi og léku fyrstu umferð Íslandsmótsins í sínum aldursflokki, en leikið er með fjölliðamótsfyrirkomulagi og mæta fimm lið til leiks í hvert mót.
Drengirnir leika í B-riðli, en Tindastóll sá um framkvæmd mótsins í þetta skiptið og mættu Stjarnan, ÍR og Breiðblik með lið sín í von um að komast í A-riðil, á meðal fimm bestu liða landsins.
Fyrri daginn léku drengirnir við Breiðablik og ÍR og sigruðu báða leiki þrátt fyrir freka slaka frammistöðu þann daginn en í ÍR leiknum, þá eltu drengirnir nánast allan leikinn, þar til þeir náðu að komast yfir á lokamínútunum og sigra. Seinni daginn léku þeir við Stjörnuna og heimamenn Tindstælinga og sigruðu nokkuð örugglega í þeim leikjum og voru að leika mun betur en fyrri daginn.

Liðið þessa helgina var skipað þeim Arnóri Inga Ingvasyni, Arnþóri Inga Ingvasyni, Árna Vigfúsi Karlssyni, Benedikt Jónssyni, Guðmundi Juanito Ólafssyni, Knúti Eyfjörð Ingvarssyni,  Kristni Rafni Sveinssyni, Oliver Aroni Bjarnasyni, Sigurþóri Inga Sigurþórssyni og Tryggva Ólafssyni

Úrslit og Stigaskor.

Keflavík - Breiðablik 79 - 71   (44-34)
Arnþór 9, Árni 3, Guðmundur 16, Knútur 10, Sigurþór 21, Tryggvi 14 og Arnór 6.

Keflavík -  ÍR 65 - 62.  (33-27)
Arnþór 11, Árni 2, Benedikt 8, Guðmundur 5, Knútur 9, Sigurþór 14, Tryggvi 13 og Arnór 3.

Keflavík - Stjarnan 59 - 46  (Ekki hægt að sjá úr leikskýrslu)
Kristinn 3, Guðmundur 4, Sigurþór 27, Knútur 10, Benedikt 3, Árni 3 og Tryggvi 9.

Keflavik - Tindastóll  83 - 46  (36-23)
Guðmundur Juanito 11, Sigurþór 10, Benedikt 6, Tryggvi 39, Oliver 4 og Arnþór 13.

Unglingaráð óskar drengjunum til hamingju og þakkar Ólafi Ásmundssyni ökumanni og fararstjóra fyrir aðstoðina. Þjálfari drengjanna er Guðbrandur J. Stefánsson.