11. flokkur í A-riðil
11. flokkur karla lék á sínu öðru fjölliðamóti á þessu leiktímabili í vesturbænum um helgina. Á síðasta fjölliðamóti mistókst strákunum að vinna sig upp í A-riðil og voru þeir því ákveðnir að láta það ekki endurtaka sig.
Eftir tvo auðvelda sigra gegn Hamar/Selfoss og Haukum var síðasti leikurinn hreinn úrslitaleikur gegn sprækum KR-ingum. Leikurinn var jafnan og spennandi en okkar strákar voru sterkari á lokamínútunum og unnu sanngjarnan sigur.
Nú verður spennandi að sjá hvort strákarnir ætli í "heimsókn" í A-riðil eða hvort þeir séu komnir til að vera á meðal þeirra bestu!
Úrslit leikja og stigaskor.
Keflavík - Hamar/Selfoss: 80 - 48
Þröstur Leó Jóhannsson 31, Sigfús Jóhann Árnason 14, Almar Guðbrandsson 12, Magni Ómarsson 11, Aron Davíð Jóhannsson 4, Aron Freyr Eyjólfsson 4, Bjarni Freyr Rúnarsson 2 og Stefán Geirsson 2.
Keflavík - Haukar: 83 - 42
Þröstur Leó Jóhannsson 29, Aron Freyr Eyjólfsson 12, Magni Ómarsson 11, Guðmundur Gunnarsson 9, Arnar Guðjón Skúlason 6, Aron Davíð Jóhannsson 6, Sigfús Jóhann Árnason 6, Bjarni Freyr Rúnarsson 3 og Lárus Þór Skúlason 1.
Keflavík - KR: 69 - 62
Þröstur Leó Jóhannsson 28, Sigfús Jóhann Árnason 16, Magni Ómarsson 15, Aron Freyr Eyjólfsson 5, Guðmundur Gunnarsson 3 og Almar Guðbrandsson 2.