Fréttir

11. flokkur tapaði bikarleik
Karfa: Yngri flokkar | 20. febrúar 2013

11. flokkur tapaði bikarleik

Í kvöld tóku Keflavíkurdrengir á móti Haukum í bikarkeppni 11.flokks (drengir fæddir 1996) og töpuðu nokkuð stórt. Tapið var þó minna en menn gátu gert ráð fyrir þar sem árgangurinn 1996 hefur ávalt verið fáskipaður í körfunni hér í Keflavík. Var t.d. ekki sent lið til þátttöku í Íslandsmóti í þessum árgangi þennan veturinn, en það gerist ekki oft að Keflavík sé ekki með lið í öllum yngriflokkum á Íslandsmóti. Ofan á fámennið bætast svo við  að mikil meiðsl hjá Keflavíkurdrengjum fæddum 1997 svo að fara varð niður í drengi fædda 1998 sem mættu og studdu liðið dyggilega inni á vellinum. Gerðu menn því fyrirfram ráð fyrir nokkuð ójöfnum leik.
Strákarnir stóðu sig þó vel og léku allir 12 í leiknum, en lið okkar var skipað þeim: (Stigaskor í sviga)
Birki Skúlasyni (14), Sigurþóri Sigurþórssyni (12), Arnþóri Ingvasyni (19), Kristni Sveinssyni, Árna Karlssyni, Sigurði Loftssyni (1), Arnóri Guðjónssyni, Arnóri Ingvasyni (5), Andra Ingvarssyni, Birni Bergmann, Ísaki Ólafssyni og Elmari Þórissyni.

Stigahæstu leikmenn kvöldsins.