Fréttir

Körfubolti | 18. janúar 2007

11. stiga tap gegn KR í fimmta útileiknum í röð

Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR en leikurinn var fimmti útileikur Keflavíkur í röð. Kr-ingar voru yfir í hálfleik með 10 stigum 48-40 en lokastaðan var 93-82. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni á sunnudagskvöldið kl. 19.15.  Nokkuð jafnræði var með liðinum í byrjun leiks en mjög slæmur kafli undir lok fyrrihálfleiks, þar sem KR-ingar skoruðu 9.stig í röð vonuðust stuðningsmenn Keflavíkur eftir strákunum betri í þeim seinni. Það gekk ekki eftir því heimamenn sigruðu þriðja leikhluta með 10. stigum og gerðu út um leikinn.

Eins og í síðustu leikjum byrjuðu strákarnir leikinn ágætlega því eftir fyrsta leikluta var staðan 22-19.  Keflavík komst svo yfir í  2. leikhluta, 35-39 en þá kom einn að þessum köflum sem leikmenn spiluðu sem einstaklingar, og KR skoraði 10 stig í röð. Í upphafi síðari halfleiks náðu strákarnir besta kafla leiksins og minnkuðu muninn í 50-49. Maggi, Jonni og Ismail sáu um stigaskorði á þessum kafla en svo tók Fannar góðvinur okkar við sér og skoraði 8 stig í röð fyrir heimamenn. En og aftur slæmur kafli og vörnin hræðileg og staðan eftir 3. leikhluta 71-53.

Strákarnir reyndu að pressa í fjórða leihluta en munurinn fór aldrei niður fyrir 10 stigin.  Kr-ingar léku mjög vel og sérstaklega var Tyson Pattersson góður. Keflavíkingar áttu engin ráð til að stöðva hann, enda skoraði kappinn 25 stig og var með 10 stoðsendingar.

Hvað klikkaði svo??  Vörnin var slöpp og mjög götótt.  Leikmenn spiluðu sem einstaklingar 80 % af leiknum. 

Maggi átti fína leik og var með 26 stig, Ismail 16 stig, Arnar 12 stig, Sebastian 10 stig, Jonni 8 stig og Sverrir Þór 6 stig

Strákarnir eru nú búnir að spila við 4. efstu liðin og alla leikina á útivelli. Allir leikirnir hafa tapast og nokkuð ljóst að leiðin liggur bara upp á við.

Tölfæði leiksins.

 

 

 

 

 

 

Maður leiksins Tyson Pattersson ( mynd af KR.is )