Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 23. desember 2008

11 stúlkur frá Keflavík í U16 landsliðsúrtaki

Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari U16 kvenna, hefur valið úrtaksshóp til æfinga um jólin og eru alls 28 stúlkur í hópnum að þessu sinni.  Líklega hafa Keflvíkingar aldrei átt fleiri leikmenn í landsliðsúrtaki fyrr því alls 11 stelpur úr ´93 árgangnum hafa verið valdar í hópinn.  Þetta verður að teljast mikil viðurkenning fyrir stelpurnar og félagið enda frábær hópur þarna á ferð sem hefur unnið alla titla sem hafa verið í boði undanfarin ár.  Stelpurnar sem skipa hópinn eru:

Árnína Lena Rúnarsdóttir
Árný Sif Gestsdóttir
Emelía Ósk Grétarsdóttir
Erna Hákonardóttir
Eva Rós Haraldsdóttir
Kristjana Vigdís Ingvadóttir
María Ben Jónsdóttir
Sara Dögg Margeirsdóttir
Sigrún Alberstdóttir
Soffía Rún Skúladóttir
Telma Lind Ásgeirsdóttir

Þær María Ben og Telma Lind eiga þegar að baki nokkra landsleiki með U16 og það verður að teljast afar líklegt að fleiri leikmenn Keflavíkur feti fljótlega í þeirra spor.