Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 3. nóvember 2008

11.fl.karla í A-riðil

Um helgina 1.og 2. nóv. fór fram önnur umferð Íslandsmótsins í 11.flokki drengja (f. 1992) í Ásgarði í Garðabæ, og er skemmst frá því að segja að drengirnir náðu að vinna alla fjóra leikina í B- riðli og tryggja sér sæti í A-riðli þar sem þeir hafa ekki leikið um langa hríð.

Lið okkar þessa helgi var  þannig skipað:
Ármanni Halldórsson, Gísli St. Sverrisson, Sigurður Guðmundsson, Atli Dagur Stefánsson (1 leik ) Eðvald Ómarsson, Kristján Smárason, Jeremy Mayubay ( 2 leiki), Lúðvík Elmarsson, og AndrI þór Skúlason sem er reyndar f. 1993

Keflavík - Stjarnan
Drengirnir byrjuðu á að leggja Stjörnuna sem kom upp úr C-riðli 82- 54
Stigaskor: Ármann 5, Gísli 14, Siggi 16, Eðvald 10, Kristján 6, Andri 21, Lúðvík 8 og Atli D. 2.
Vítanýting liðsins  7/12
Keflavík - Þór Akureyri
Í seinni leik dagsins unnum drengirnir Þór frá AEY í jöfnum og spennandi leik 76 - 71 eftir að  hafa verið undir í hálfleik 29 - 39. Eftir þau úrslit var ljóst að möguleiki vær á að komast upp um riðil og keppa á meðal 5 bestu liða landsins í þessum árgangi.
Stigaskor: Gísli 10, Siggi 22, Eðvald 11, Kristján 15, Andri 10, Lúðvík 8.
Vítanýting liðs: 13/30
Keflavík - ÍR
Seinni daginn lékum við fyrst við ÍR sem átti einnig möguleika á sæti í A-riðli, og var leikurinn jafn og spennandi allan tímann og lauk með sigri okkar 53 - 47 eftrir að hafa verið 4 stigum undir í hálfleik 23 - 27
Stigaskor: Ármann 1, Gísli 3, Siggi 11, Kristján 11, Eðvald 13, Andri 8 og Lúðvík 6. Jeremy F.E.I.
Vítanýting liðs: 7/18
Keflavík - Grindavík
Lokaleikur mótsins var svo á móti UMFG og höfðu drengirnir þegar tryggt sig upp í A-riðil og tap í þessum leik myndi ekki breyta því. Það var sem stefnt væri að því að tapa þessum leik en Grindavíkur drengirnir sem voru með marga yngri drengi til að fylla upp í flokkinn höfðu tapað öllum leikjum sínum fram að þessu. Við náðum að knýja fram sigur á síðustu mínútunum 53 - 51 eftir að hafa leitt með einu stigi í háflleik 26 - 25.
Stigaskor: Gísli 4, Siggi 4, Jeremy 4, Kristján 4, Eðvald 19, Andri 16 og Lúðvík 2. Ármann meiddist í byrjun leiks og lék ekki meira.

Nú er bara fyrir þessa drengi að setja sér ný markmið og leggjast í miklar æfingar og standa sig svo meðal þeirra bestu.

Áfram Keflavík