Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 3. október 2006

11.flokkur

11.flokkur drengja var nú rétt í þessu að ljúka leik inn í Smára við Breiðablik. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga 73-70.
Það virðist því sem svo að drengirnir hafi unnið fyrsta mót vetrarins í A-riðli. Þeir sigruðu Þór Þorl.h. KR, Hauka og nú Breiðablik en töpuðu með 2 stigum fyrir Fjölni. Ekki slæm byrjun, en í fyrra á sama tíma þegar þessi lið léku í 10.flokki drengja töpuðust allir leikirnir stórt og Keflavík féll í B-riðil.  

Til lukku drengir

Áfram Keflavík