11.flokkur drengja
Drengir í 11. flokki léku nú um helgina 4. umf. Íslandsmótsins og var stefnan tekin að verða í einum af fjórum efstu sætunum til að komast í úrslit. En þau verða leikinn í apríl. Drengirnir sem léku leikina voru Almar Stefán, Arnar Guðjón, Ingimundur, Guðmundur Auðun, Sigfús Jóhann, Júlíus Arnar, Stefán, Eðvald, Gísli Steinar, Kristján þór og Bjarki.
Ekki fer nú alltaf sem ætlað er, og töpuðu drengirnir öllum leikjum sínum og sátu eftir sem fimmta lið. Mikið munaði um Lárus sem er meiddur, en hann vantaði sárlega í átökin undir körfunni.
Tímabilið er þá svo gott sem búið hjá þessum flokki eins og M.fl. karla, nema að hluti drengjanna leika einnig með yngri og eldri keppnisflokkum og munu halda áfram þar.
Úrslit leikja og stigaskor um helgina:
Keflavík - Þór Þorlákshöfn 78 - 104
Arnar Guðjón 6, Ingimundur 2, Stefán 7, Sigfús 22, Guðmundur 24, Júlíus 2, Eðvald 4 og Almar 11
Villur 13 og Vítanýning liðs 9/13
Keflavík - KR 82 - 109
Arnar Guðjón 19, Ingimundur 2, Stefán 3, Sigfús 13, Guðmundur 35, Eðvald 2 og Almar 8
Villur 10 og Vítanýting liðs 9/20
Keflavík - Fjölnir 82 - 106
Armar Guðjón 13, Ingimundur 6, Stefán 4, Sigfús 17, Guðmundur 25, Almar 9, Kristján 3 og Bjarki 5.
Villur 15 og vítanýting liðs 14/18
Keflavík - Breiðablik 75 - 97
Arnar Guðjón 7, Ingimundur 3, Stefán 2, Sigfús 24, Guðmundur 22, Júlíus 4, Almar 8 og Bjarki 5
Villur 13 og vítanýting liðs 13/19
Áfram Keflavík