11.flokkur síðustu helgi
Önnur umferð Íslandsmótsins hjá 11.flokki fór fram um helgina í Smáranum.
Keflavík - Breiðablik
Fyrstii leikurinn var á móti Blikunum, en þá unnu drengirnir í fyrstu umferðinni með 2 stigum í hörkuleik.
Það virtist sem okkar drengir væru ekki tilbúnir í leikinn því munurinn varð fljótt mikill og endaði leikurinn með stórum 22 stiga sigri Breiðabliks.
Hjá okkur skoruðu: Gummi 23, Sigfús 17 ( þrátt fyrir veikindi ) , Almar 13, Arnar Guðjón 10, Stefán 7 og Ingimundur 6 stig.
Keflavík - Fjölnir
Fjölnisliðið er að mestu skipað drengjum úr ósigrandi liði Fjölnis í 10.flokki, Það var eini leikurinn sem okkar drengir töpuðu í 1. umferðinn, en þá töpuðum við með 2 stigum. Okkar drengir virtust hafa fengið vægt áfall eftir stórt tap á móti Blikum í leiknum fyrr um daginn og virtust ekki hafa jafnað sig þvi lítil breyting varð á leik okkar manna.. Fjölnisliðið pressar mikið og leikur mjög hraðann bolta og okkar drengir gerðu sig seka um alltof marga tapaða bolta í leiknum. Okkur vantaði Sigfús þar sem flensan virtist ætla að hafa betur, en hann lék fyrri hálfleik en náði ekki að skora. Leikurinn endaði með stórsigri Fjölnisdrengja 97 - 62
Hjá okkur skoruðu: Gummi 37, Lárus 8, Stefán 7, Almar og Arnar Guðjón 4 hvor og Ingimundur 2
Keflavík - KR
Í síðasta móti mætti KR með þrjá menn veika en tókst samt að vinna mótið, en töpuðu þó fyrir okkur. Þetta var fyrsti ósigur þessa KR liðs á mjög langann tíma. Sennilega höfðu þeir ekki tapað nema 1-2 leikjum síðustu 2 ár. En nú var annað uppi á tengingnum, þeir mættir með fullt lið, staðráðnir í að hefna ófaranna. Nú vorum við með Sigfús í veikindum, sem skoraði 40 stig á þá í fyrstu umferðinni. KR hóf leikinn af slíkum látum að okkar menn voru í mesta basli að komast yfir miðju nánast alla fyrstu lotuna á meðan varla klikkaði skot hjá KR liðinu. þeir settu 9 þrista í fyrstu lotu, en 11 í hálfleiknum öllum. Munurinn var orðin 20 stig eftir fyrstu lotu. 20 - 40. Eftir að Mikki róaði okkar menn og skipaði í hlutverk, gekk betur að losa pressuna og hélst þessi munur út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 36 - 58. Leikurinn endaði með stórsigri KR 79 - 118
Hjá okkur skoruðu: Gummi 31, Almar 22, Arnar Guðjón 10, Stefán 7, Ingimundur 6 og Lárus 3
Keflavík - Valur
Þá var komið að síðasta leiknum og úrslitaleik um fall í B-riðil sem að Valsmenn ætluðu ekki að gefa eftir baráttulaust. Leikurinn var hnífjafn allt í gegn og liðin skiptust á að leiða, en aldrei með meira en 6 stigum. Valsmenn leiddu í hálfleik með 6 stigum 32 - 38. Seinni hálfleikur bauð upp á sömu spennu og kláruðu stóru leikmennirnir í okkar liði Almar og Lárus leikinn með því að setja síðustu 10 stig okkar liðs og endaði leikurinn 65 - 61 við mikinn fögnuð okkar manna.
Hjá okkur skoruðu: Gummi 25, Lárus 12, Almar 11, Arnar Guðjón 11 og Stefán 6
Liðið í heild tók 77 víti í þessum fjórum leikjum en nýtti einungis 42 sem gerir um 55% nýtingu. Þetta er ekki gott hjá svo stórum strákum og þáttur sem auðvelt er að bæta fyrir næsta mót.
Áfram Keflavík