12 skrifa undir hjá karlaliði Keflavíkur
Það var mikið um að vera í Toyota Höllinni í dag, en þá undirrituðu 12 leikmenn samning um að spila með Keflavík á næstkomandi tímabili.
Einn nýr leikmaður kom inn í herbúðir Keflvíkinga, en það mun vera Valur Orri Valsson. Valur er einungis á 17. aldursári, en hann spilaði með FSU í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili. Þar stóð hann sig frábærlega og skoraði að meðaltali í leik 22.4 stig, tók 4.9 fráköst og gaf 5.8 stoðsendingar. Hann náði einnig þeim árangri að verða Norðurlandameistari í U16 drengja á síðasta ári, en hann var þar valinn maður úrslitaleiksins með 22 stig. Við bjóðum Val hjartanlega velkominn í herbúðir Keflvíkinga og á hann án efa eftir að blómstra hér á komandi árum.
Eftirfarandi leikmenn skrifuðu undir samning í dag:
Magnús Þór Gunnarsson
Jón Norðdal Hafsteinsson
Gunnar Hafsteinn Stefánsson
Halldór Örn Halldórsson
Ragnar Gerald Albertsson
Andri Þór Skúlason
Sigurður Vignir Guðmundsson
Hafliði Már Brynjarsson
Andri Daníelsson
Kristján Tómasson
Sævar Freyr Eyjólfsson
Valur Orri Valsson
Þess ber einnig að geta að Arnar Freyr Jónsson og Almar Stefán Guðbrandsson verða í herbúðum Keflvíkinga á næstkomandi tímabili. Arnar er hægt og bítandi að stíga upp úr meiðslum sem hann hlaut í Danmörku á síðasta ári, en hann er allur að koma til og kemur án efa sterkur inn á næstu mánuðum.
Einnig er verið að vinna í kvennaliði Keflavíkur og er sú vinna langt á veg komin. Fréttir af þeim málum munu birtast hér á síðunni eins fljótt og kostur er.
Þessir 12 skrifuðu undir samning í dag
Valur Orri Valsson er nýr leikmaður í herbúðum Keflvíkinga