120 stiga sigur hjá stelpunum
Keflavík spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn ungu liði KR-inga sem spila i 2.deildinni í vetur. Leikurinn var í Powerade-bikarkeppninni . Sjaldan hafa sést eins miklir yfirburðir í Sláturhúsinu og endaði leikurinn með 120 stiga sigri okkar stelpna, 143-23. Það skrítna við þetta allt saman er að staðan í hálfleik var 79-19 og því skoruðu stelpurnar úr vesturbænum aðeins 4 stig í þeim seinni. Keflavíkurstelpur eru því komnar í undanúrslit sem fara fram í föstudaginn.
Kara var stigahæst í leiknum í kvöld með 23 stig. Birna var með 21 stig, Bryndís 20, María Ben 17, Antasha 14 og Bára 13