Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 19. desember 2005

14 Keflvíkingar æfa með unglingalandsliðum

Mikið verður að gera hjá unglingalandsliðum nú yfir hátíðarnar, því undirbúningur hefst fyrir þau fjölmörgu verkefni sem bíða þeirra næsta sumar. Hvorki fleirri né færri en 14 Keflavíkingar eru í æfingahópum þeirra.
 
Jón Gauti Jónsson er í æfingahóp U-20 ára landsliðs.
 
Liðið mun taka þátt í EM í Lissabon, Portúgal dagana 14.-23. júlí 2006.

Hópurinn æfir sem hér segir:
Laugardagur 17.desember 11:00-13:00 og 14:00-15:30 Njarðvík
Sunnudagur 18.desember 14:30-16:00 og 17:30-19:00 Kennaraháskólinn
Mánudagur 19.desember 18:20-20:20 Njarðvík

Þröstur Leó Jóhannsson og Páll Kristinsson eru í æfinghóp U-18 ára landsliðs.
 
U-18 ára landslið karla hefur verið við æfingar um helgina. Liðið undirbýr sig fyrir Norðurlandamót og Evrópukeppni næsta sumar.
 
Í æfingahóp U-18 eru fjölmargar stelpur úr liði okkar. Liðið mun leika á NM unglingalandsliða í Solna í Svíðþjóð 24-28 maí nk og í EM í Chieti á Ítalíu 21. - 30. júlí 2006.  Eftirfarandi eru í æfingahópnum:
 
Bryndís Guðmundsdóttir, Bára Bragadóttir  Helga Jónsdóttir , Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir , Linda Stefanía Ásgeirsdóttir , María Ben Erlingsdóttir ,  Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir og Pála Ólöf Júlíusdóttir


Æfingar verða haldnar í Akademíunni í Keflavík, 22.des. 27.des. 28.des. frá kl. 15.30 -17.00

Í U-16 ára landsliði karla eru Sigfús Árnason og Guðmundur Gunnarsson úr Keflavík í æfingahópnum. Verkefnin liðsins eru Norðurlandamót í Svíþjóð og Evrópukeppni í Madrid í ágúst.

Æfingar verða eftirfarandi:  27. desember 19-21 og 28. desember 18:00-19:30 & 20:30-22:00 í Þorlákshöfn og 29. desember verður æft í KR-heimilinu.