1400 manns í Toyotahöllinni í gær
Það var greinilegt að stuðningsmenn Keflavikur ætluðu ekki að missa af sínu liðu fagna Íslandsmeistarabikanum í gær. Met aðsókn var á leikinn og þeir komu að góðum notum bekkirnir sem bætt var við fyrir aftan körfuna. Húsið var stútfult og sennilega flottasta stemming sem sést hefur á körfuboltaleik á Íslandi.
Eftir að bikarnum var lyft á loft ætlaði þakið gjörsamlega að rifna af húsinu. Keflavík fékk vegleg verðlaun fyrir sigurinn, 700.000 frá Iceland Express og 500.000 frá Reykjanesbæ.
Víkurfréttamenn gerðu flott video um leikinn. Búðu þig undir að fá gæsahúð að horfa á þetta.
Líklegt er að lokahófið verður haldið um næstu helgi
.