15 stiga tap fyrir Haukum
Keflavík tapaði með 15 stigum fyrir toppliði Hauka í kvöld í Iceland Express-deild kvenna. Leikurinn endaði 60-75 fyrir Hauka. Haukar og Grindavík eru efstar í deildinni með 14 stig en Haukar eiga leik til góða. Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig. Reshea var stigahæst með 14 stig og næst kom Rannveig með 11 stig. Tölfræði_leiksins.