16 lið skráð til leiks í Eurocup Challange
Aðeins 16 lið eru skráð til leiks í Eurocup Challange í ár, en drátturinn fer fram í Munich um verslunarmannahelgina. 8. af þessum liðum koma frá Rússlandi, Úkraínu, Tékklandi, Rúmeníu og Eistlandi og því ljóst að Keflavík gæti þurft að ferðast talsvert. Einnig eru í hópnum vinir okkar í Cab Madeira sem við höfum spilað við öll 3. árin okkar í Evrópukeppninni. Grannar okkar í Njarðvík koma líka nýjir inn og því skemmtileg staðreynd að 2 lið úr sama bæjarfélaginu á litla Íslandi séu í keppinni.
Svona lítur listinn út og er staða hvers lið á síðasta tímabili til hægri.
| EuroCup Challenge | ||
| Club | Country | Staða liða eftir deildarkeppni |
| APOLLON Limassol | Cyprus | 4. sæti í efstu deild |
| Keravnos Nicosia | Cyprus | 1. sæti í efstu deild |
| Mlekarna Kunin | Czech Reub lic | 3. sæti í efstu deild |
| BK Prostejov | Czech Republic | 2. sæti í efstu deild |
| A Plus ZS Brno | Czech Rebublic | 4. sæti í efstu deild |
| Tartu University Rock | Estonia | 2. sæti í efstu deild |
| Olympiada Patras | Greece | 1. sæti í næst efstu deild |
| Keflavik | Iceland | 1. sæti í efstu deild |
| Njardvik UMFN | Iceland | 2. sæti í efstu deild |
| CAB Madeira Funchal | Portugal | 8. sæti í efstu deild |
| BU Poli Mobitel Cluj | Romania | 2. sæti í efstu deild |
| CKS VVS Samara | Russia | 4. sæti í næst efstu deild |
| Norrköping Dolphins | Sweden | 6. sæti í efstu deild, 2 riðlar 6 lið í hvorum, 6. sæti í sínum riðli |
| BC Boncourt | Switzerland | 1. sæti í efstu deild |
| BC Cherkasi Mavpy | Ukraine | 5. sæti í efstu deild |
| BC Dnipro | Ukraine | 4. sæti í efstu deild |
