Keflavík sigraði Grindavík í kvöld í Powerade-bikarnum, 84-67. Allir 12 leikmenn liðsins komust á blað og allt liðið lék mjög vel. AJ tognaði í fyrri hálfleik og ekki ljóst hvenær hann verður orðinn góður. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur með 24 stig og fimm þrista. Halldór Halldórsson kom næstur með 11 stig. Gunni Stef. var með 7, Jonni og Davíð 6 stig, AJ 5, Gunni E. og Arnar Freyr 5 stig. Þröstur og Zlatko 4 stig, og Elentínus 3 stig. Meira um leikinn síðar.....