Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 11. mars 2009

19. Samkaupsmóti lokið

Nú þegar 19. Samkaupskaupsmótinu er lokið vilja mótshaldarar þakka þátttakendum fyrir frábæra frammistöðu og sinn
þátt í að gera þetta mót að einstakri upplifun. Umgengni var til fyrirmyndar og mótið gekk vel í alla staði.

836 þátttakendur mættu til leiks, mynduðu 131 keppnislið og spilaðir voru 313 leikir um helgina.

Við viljum þakka eftirtöldum félögum fyrir þátttökuna: Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSU, Grindavík, Haukar,
Hekla, Hörður, ÍBV, Keflavík, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Sindri, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak.

Myndir frá mótinu má finna á eftirtöldum vefsíðum:
karfan.is -> Myndasafn 1  Myndasafn 2
vf.is -> Myndasafn 1  Myndasafn 2
samkaupsmot.blog.is -> Myndasafn

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á 20. Samkaupsmótinu í mars á næsta ári.

Barna- og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur