194 lið hafa skráð sig til leiks á Nettómótið 2013
Ljóst er að aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks á Nettómótið eins og á 23. mótið sem fer fram um n.k. helgi.
Þó 19 félög hafi boðað þáttöku sína, sem er þremur félögum færra en í fyrra, þá eru 194 keppnislið skráð til leiks sem er 6 liða aukning frá metárinu 2011 þegar 188 lið voru skráð til leiks.
Það stefnir því í að liðlega 1.200 börn verði mætt í íþróttasali Reykjanesbæjar um n.k. helgi þar sem langbesta hátíð landsins, þá helgina a.m.k., mun fara fram.
Liðin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2013 og við mótshaldarar bjóðum velkomin til leiks eru:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.