2 leikir í Powerade-bikarnum í Keflavík á morgun (sunnudag)
2 leikir verða háðir í íþróttahúsinu við Sunnubraut á morgun, þ.e.a.s. sunnudaginn 27. september. Stelpurnar mæta UMFG og hefst sá leikur klukkan 17:00. Hjá strákunum verða Njarðvíkingar í heimsókn og hefst sá leikur strax á eftir stelpuleiknum, eða klukkan 19:15.
Vonumst til að sjá sem flesta í húsinu til þess að styðja við bakið á sínu liði, ásamt því að fá smjörþefinn af því hvernig liðin eru styrklega séð stödd fyrir veturinn.
Miðaverð er 1.000 kr.
Áfram Keflavík!