Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 1. október 2006

2 sigrar hjá 11.flokki

Tveir sigrar í höfn hjá 11.flokki drengja.  Í gærkvöldi léku þeir við Þór Þorlákshöfn og unn 73-63. Gummi leiddi drengina í stigaskorinu í þeim leik og setti 31 stig á Þórsarana.
Í dag léku þeir svo við KR sem hafa verið ósigrandi 2 síðustu tímabil. Keflavík fór að ráði M.fl. karla í knattspyrnu og vann leikinn 78-68 og fór Sigfús fyrir stigaskorinu í þessum leik og setti 38 stig í leiknum. 
Nánar af gengi og stigaskori drengjanna á þriðjudag,
Lokaleikur mótsins sem fram fer í Þorlákshöfn verður leikinn á þriðjudagskvöld við Breiðablik vegna breytinga á leikjaniðurröðun sem við fengum í gegn til þess að komast á bikarleikinn sem fram fór í dag.

Til lukku knattspyrnumenn og keflvíkingar með titilinn í dag.