Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 12. nóvember 2010

2. umferð fjölliðamótanna hefst um helgina

Fjölliðamót yngri flokka á Íslandsmótinu halda áfram um helgina þegar leikar hefjast í 2. umferð af fjórum.

8. flokkur stúlkna fer í vesturbæinn og leikur í DHL höllinni í A-riðli sem þær unnu örugglega í 1. umferð.

Stúlknaflokkur leikur í A-riðli í Grindavík en þær unnu þrjá og töpuðu einum í 1. umferð.

8. flokkur drengja leikur í Þorlákshöfn í A-riðli en þeir unnu einn og töpuðu þremur í 1. umferð.

Loks leikur 11. flokkur drengja á heimavelli í Toyota höllinni en þeir leika í B-riðli.  Þeir léku á Akureyri í 1.umferð þar sem þeir unnu einn leik og töpuðu þremur.  Dagskrá mótsins um helgina verður eftirfarandi:

Laugardagur 13. nóv.

12.00   Snæfell - Skallagrímur

13.15   ÍR - Keflavík

14.30   Breiðablik - Skallagrímur

15.45   Snæfell - Keflavík

17.00   ÍR - Breiðablik

Sunnudagur 14. nóv.

09.00   Keflavík - Skallagrímur

10.15   Snæfell - Breiðablik

11.30   ÍR - Skallagrímur

12.45   Breiðablik - Keflavík

14.00   ÍR - Snæfell

Lið ÍR féll úr A-riðli eftir 1. umferð og lið Skallagríms kom upp úr C-riðli eftir sigur þar.