2. umferð lýkur um helgia - Leikjadagskrá helgarinnar
2. umferð á Íslandsmóti yngri flokka lýkur um helgina þegar fjöldi fjölliðamóta fer fram og þrír flokkar frá Keflavík verða í eldlínunni.
Unglingaflokkur kvenna á leik í dag kl. 17.30 á Ásvöllum þar sem þær mæta Haukum í toppslag deildarinnar.
Meistaraflokks karla býður síðan verðugt verkefni á Vesturlandinu í kvöld þegar þeir sækja lið Snæfells heim í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19.15 og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðiu KKÍ.
Á mánudagskvöld verður síðan stórleikur og jafnframt lokaleikurinn í riðlakeppni Lengjubikarsins þegar nágrannar vorir Njarðvíkingar mæta til leiks í Toyotahöllinni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið komist í undanúrslit keppninnar og verði eitt hinna "fjögur fræknu". Njarðvíkingar standa óneitanlega betur að vígi þar sem Keflavík þarf 14 stiga sigur til að slá Njarðvíkingum við eftir 13 stiga tap í fyrri leik liðanna. Leikurinn hefst kl. 19.15 og má reikna með dúndur mætingu og spennu að hætti hússins líkt og ávallt þegar þessi lið mætast.
Leikjadagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 1. umferð er eftirfarandi:
9. flokkur stúlkna leikur á heimavelli í Toyotahöllinni í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
Minnibolti 11. ára stúlkna leikur á Flúðum í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
7. flokkur drengja leikur í Rimaskóla í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
ALLIR Á VÖLLINN UM HELGINA - ÁFRAM KEFLAVÍK :)