24 ár aftur í tímann!!!
Eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir hefur óvænt uppákoma verið auglýst í tengslum við leikinn á morgun. Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að segja frá leyndamálinu. Á morgun mun Keflavíkur liðið leika í búningum sem voru fyrst notaðir fyrir 24 árum síðan. Ekki er verið að tala um nákvæmlega sömu búninga heldur endurgerð sem Henson hefur verið að búa til.
Einnig munum við skora á trommusveitina að stjórna línudans í hálfleik, í náinni framtíða, vegna fjölda atkvæða í könnunni hér til hliðar.
Við hvetjum því alla sem vilja sanna 80´s stemmingu að kíkja í Sláturhúsið á morgun, í boð Landsbankans, og líta þessa "nýju" gömlu búninga augum.