Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. febrúar 2011

3 bikarmeistartitlar til Keflavíkur

Kefalvíkurstúlkur uppskáru frábærlega í bikarúrslitum yngri flokka sem leikin eru nú um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði en þær  lönduðu þremur titlum af fjórum mögulegum.

Fyrir stundu var Stúlknaflokkur að leggja lið Hauka af velli,  72-49 og í morgun vann 9. flokkur stúlkna stóran sigur á liði Grindavíkur 84-28.

Í gær, laugardag varð síðan 10. flokkur stúlkna bikarmeistari þegar þær lögðu lið Njarðvíkur af velli 76-50.  Síðar um daginn tapaði Unglingaflokkur kvenna sínum úrslitaleik gegn sterku liði Snæfells 54-64. Lið Snæfells var þarna að brjóta blað í sögu félagsins og vinna fyrsta bikarmeistaratitill félagsins í kvennaflokki. Óskum við Keflvíkingar þeim til hamingju með það.

Myndir og umfjöllun um leikina má sjá á karfan.is.

Kvennalið Keflavíkur hafa þar með unnið alla bikartitla sem í boði eru þetta keppnistímabil með einni undantekningu, eða 4 af 5 mögulegum.

Til hamingju með það stúlkur - Áfram Keflavík.