3 sigrar á 4 dögum
Það er heldur betur búið að vera nóg að gera hjá Keflavíkurliðunum okkar á undanförnum dögum, en 3 sigrar hafa komið í húsa hjá karla- og kvennaliðinu síðustu fjóra daga.
Kvennalið Keflavíkur átti svo sannarlega harm að hefna á miðvikudagskvöld þegar þær mættu Njarðvík í annað sinn á þremur dögum. Þær höfðu ekki gleymt þeirri staðreynd að Njarðvíkurstúlkur slógu þær út úr Powerade bikarnum þremur dögum áður og voru komnar í vígarhug. Sá vígarhugur sást þó ekki í fyrri hálfleik, þar sem Njarðvík leiddi nokkuð örugglega mest allan hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 38-33 fyrir Njarðvík. Klærnar uxu þó nokkuð jafnt og þétt hjá Keflavík í seinni hálfleik og náðu þær að halda nokkuð öruggri forystu allan 4. leikhluta, en leikurinn endaði með sigri Keflavíkurstúlkna 62-68. Jaleesa Butler var með stórleik og skoraði 35 stig og hirti 18 fráköst. Pálína skoraði 12 stig.
Karlalið Keflavíkur hélt í fjarlægt ferðalag á föstudeginum, en ferðinni var heitið á Sauðárkrók. Þar mættu þeir Tindastólsmönnum sem höfðu verið í ham síðustu leiki í bikarnum og deildarkeppninni. Smá stirðleiki var í Keflvíkingum eftir rútuferðina í upphafi leiks, en þeir náðu þó taktmikilli forystu í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 34-50. Strákarnir okkar gáfu ekkert eftir og voru komnir með 31 stigs forystu í upphafi 4. leikhluta og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins voru 72-91 fyrir Keflavík. Maggi Gun var baneitraður í þristunum og setti niður 7 kvikindi, en hann skoraði 25 stig í leiknum. Valur Orri kom einnig sterkur inn og skoraði 20 stig. Með sigrinum skutu strákarnir sér í annað sæti deildarinnar, sem þeir deila með Stjörnumönnum.
Kvennalið Keflavíkur spilaði í Toyota Höllinni gegn Haukastúlkum á laugardeginum. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, en Haukastúlkur voru þó með tærnar framar í forystu þegar síga fór á annan leikhluta. Staðan í hálfleik var 25-41 fyrir Haukum. Þær héldu áfram að byggju upp þétt forskot á Keflavík í seinni hálfleik og gáfu lítið færi á sér. Haukastúlkur leiddu leikinn með 8 stiga forystu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum og eflaust margir búnir að missa vonina. Keflavíkurhjartað var þó á sínum stað hjá okkar stelpum og með ótrúlegri seiglu náðu þær að skora 11 stig gegn 0 hjá Haukum þessar síðustu 2 mínútur, sem tryggði þeim sigurinn 78-75. Rán um hábjartan dag segja eflaust einhverjir, en karakter og barátta segjum við Keflvíkingar. Jaleesa Butler skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Pálína skoraði 20 stig, Shanika Butler 14 og Birna Valgarðs 11. Með sigrinum styrktu stelpurnar stöðu sína á toppi deildarinnar, en þær hafa 32 stig og Njarðvík 28 eftir jafnmarga leiki.
Maggi var baneitraður í þristunum á Króknum (mynd: karfan.is)
Sara Rún á fljúgandi siglingu í Njarðvík (mynd: karfan.is)