Fréttir

Körfubolti | 1. mars 2006

36 stiga sigur í kveðju leik Önnu Maríu

Keflavík vann í kvöld auðveldan 36 stiga sigur á liði Breiðbliks í 18 umferð 1.deildar kvenna. Leiknum verður ekki minnst fyrir gæði heldur vegna þess að þetta var kveðju leikur bestu og sigursælustu körfuknattleikskonu að okkar mati. Anna María náði einnig þeim merka áfanga að komast yfir 5000 stig, en fyrir þennan leik vantaði henni aðeins 4 stig til að ná þeim stórkostlega áfanga.

Keflavík var með undirtökin allt frá byrjun enda getumunur talsverður á liðunum sem berjast hvort í sínum enda deildarinnar. Staðan í hálfleik var 40 - 23 eftir góðan 2. leikhluta hjá Keflavík. Þær heldu svo áfram að auka muninn í seinni hálfleik og voru lokatölur í leiknum 98-62.  Keflavík komst því að hlið Grindavíkur, en bæði lið hafa 24 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Ungu stelpurnar áttu góðan leik og sýndu að framtíðin er mjög björt hjá okkur enda liðið mjög ungt að árum. Bára var stigahæst í kvöld ásamt Lakiste Barkus með 14 stig. Hrönn skoraði 12 stig og öll úr þriggja stiga skotum alls 4 stykki. Marín skoraðir 11 stig, Kara og Birna voru með 9 stig, Bryndís 8 stig, Ingibjörg og Anna María 5 stig, María Ben 4 stig og Auður 2 stig.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Frétt um leikinn á vf.is