37 ára starf fyrir Keflavík – Takk Jón!!
37 ára starf fyrir Keflavík – Takk Jón!!
Jón Guðmundsson sem ætti að vera flestum körfuboltaunnendum kunnugur ákvað á dögunum að láta af störfum sem þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Jón byrjaði að þjálfa fyrir klúbbinn árið 1985, þá aðeins 15 ára gamall. Allar götur síðan hefur hann lagt sitt af mörkum fyrir félagið og þjálfað sleitulaust í hvorki meira né minna en 37 ár. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu heppin okkar deild er að hafa notið starfskrafta hans í allan þennan tíma en fáir, ef einhverjir, hafa þjálfað jafnmörg lið og jafnmarga einstaklinga í okkar klúbb. Þó að ekki sé hægt að staðfesta það má telja ansi miklar líkur á því að enginn annar þjálfari hér á Íslandi sé búinn að skila jafnmörgum titlum í hús fyrir eitt félag.
Fjölmargir af þeim leikmönnum sem Jón hefur þjálfað í gegnum tíðina skiluðu sér alla leið í meistaraflokka liðsins og enn fleiri spiluðu fyrr hönd Íslands, bæði í yngri sem og A landsliðum.
Auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins þá hefur einnig komið að þjálfun meistaraflokka liðanna. Hann var meðal annars aðstoðarþjálfari Jóns Kr. Gíslasonar þegar Keflavíkurhraðlestin var upp á sitt besta á árunum 1992 og 1993. Þá var hann eingöngu 22 og 23 ára gamall á þeim tíma sem Keflavík vann sinn annan og þriðja Íslandsmeistaratitil. Það er því óhætt að segja að þessi einstaki maður hefur sett svip sinn á starf körfuboltans hér í Keflavík.
Á aðalfundi deildarinnar s.l. miðvikudagskvöld var Jóni afhent Gullmerki Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en það voru Kristján Helgi Jóhannsson fráfarandi varaformaður KKDK og Magnús Sverrir Þorsteinsson nýkjörinn formaður sem heiðruðu Jón.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vil enn og aftur þakka Jóni Guðmundssyni kærlega fyrir frábært samstarf og hans ómetanlega framlag til íþróttarinnar sem við öll elskum.