39 stiga sigur í Þorlákshöfn. Videó
Þórsarar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir spræka Keflavíkinga í kvöld. Okkar menn höfðu 39 stiga sigur, 68-107. Keflavík var yfir í hálfleik, 29-53.
Strákarnir tóku öll völd í leiknum strax frá upphafi og stóru mennirnir hreinlega áttu teigin og hirtu öll fráköst. Þórsarar voru ráðlausir í sókninni og töpuðu mikið að boltum í hendurnar á okkar mönnum. Thomas og Jonni voru þar fremstir í flokki og skoruðu 24 og 23 stig, en þeir ásamt Tim Ellis skoruðu 72 stig samtals. Eftir fyrsta leikhluta var Keflavík komið með 18 stiga forustu og leit aldrei til baka eftir það. Ungu strákarnir fengu aukið hlutverk í leiknum og skiluðu sínu vel. Sigurður G. Sigurðsson skoraði sín fyrstu stig fyrir Keflavík og Arnar Freyr lék sinn 200. leik fyrir liðið.
Nokkrar troðslur úr leiknum sem Gunni E. setti saman:)
Halldór Halldórsson og Magnús Þór Gunnarsson léku ekki með í kvöld.
Þar sem tölfræði leiksins er ekki komin til skila birtum við hér stigaskorið hjá okkar mönnum.
Tim Ellis 25 stig, Thomas 24 stig, Jonni 23 stig, Elli 9 stig, Þröstur 6 stig, Jón Gauti 6 stig, Siggi Þ. 4 stig, Gunni E. 4 stig, Sverrir, Siggi S. og Arnar 2 stig.