Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 17. desember 2010

4. bekkur drengja lék á Jólamóti ÍR og Nettó

Drengir í 4. bekk (f. 2001) voru á meðal nokkurra liða Keflavíkur sem tóku þátt í Jólamóti Nettó og ÍR sem haldið var í Seljaskóla helgina 4. og 5. des. Okkar drengir léku á laugardeginum og mættu níu félagarnir með tvö lið. Fengu allir að spila fjóra leiki á þremur tímum en mikill spenningur var var hjá drengjum fyrir þetta mót, enda fyrsta fjölliðamótið þeirra í vetur og voru þeir áveðnir í að vinna alla leikina. Mótherjarnir voru gestgjafar ÍR, Haukar og Valur. Strákarnir stóðu sig mjög vel og var greinilegt að þeir hafa tekið miklum framförum frá síðasta vetri en þess skal getið að stig eru ekki talin í mótum sem þessum.

 

Gunnar Stefánsson þjálfari drengjanna stefnir á þrjú mót til viðbótar í vetur: Actavismótið, Póstmótið og að sjálfsögðu Nettómót Keflavíkur og Njarðvíkur.

4. bekkur drengja sem tók þátt í Jólamóti ÍR og Nettó