Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 31. mars 2009

4. umferð 10. flokks karla

Drengirnir í 10. flokki mættu til leiks í fjórða og síðasta móti vetrarins í A-riðli, helgina 21. og 22. mars í Smárann.  Þrátt fyrir að landa aðeins einum sigri í fjórum leikjum sem allir voru nokkuð jafnir, dugar það drengjunum til að komast í undanúrslit Íslandsmótsins

Fyrsti leikurinn var gegn liði KR sem hefur verið að koma sterkt inn í vetur.  Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að bæði lið voru smá stressuð í byrjun leiks.  KR komst í 9-5 en svo kom 11-4 kafli hjá strákunum og leiddu þeir eftir 1. leikhluta 16-13.  Mikið fjör færðist í leikinn í öðrum leikhluta og stressið greinilega farið úr mönnum.  Drengirnir komu  boltanum mikið inní teig þar sem við nutum yfirburða með Andra Þór og Andra Dan.  En KR hélt sér inní leiknum með góðri hittni fyrir utan 3ja stiga línuna og settu 5 stykki í leikhlutanum, staðan í hálfleik 44-34 Keflavík í vil.  Í seinni hálfleik byrjaði Keflavík leikinn betur og juku forskot sitt í 16 stig, 55-39 en þá komu slæmar 3 mínútur og KR gekk á lagið og minnkaði muninn í 1 stig fyrir 4ja leikhluta, 58-57.  KR hafði skipt um varnartaktík, fóru úr maður á mann vörn í 2-3 svæði sem Keflavík gekk illa að leysa.  Fjórði leikhluti var gífurlega spennandi og þegar um mínúta var eftir var staðan 72-74 KR í vil.  En þá kom slæmur kafli hjá drengjunum og KR gerði 6 stig í röð og gerði út um leikinn.  Lokatölur 75-80.

Næsti leikur þennan dag var gegn Breiðablik.  Eftir aðeins um 3. mínútu leik varð Anton leikmaður Breiðabliks fyrir því óláni að lenda illa með þeim afleiðinum að hann fótbrotnaði.  Ákveðið var að fresta leiknum.  Leikurinn var svo spilaður 29. mars í Keflavík.  Leikurinn fór rólega af stað og vantaði sterka leikmenn í bæði lið, hjá Breiðablik var Anton frá og hjá Keflavík vantaði Daníel og Andra Dan. og munar um minna fyrir okkur.  En eftir fyrsta leikhluta var staðan 10-10.  Í öðrum leikhluta koma Blikar grimmir til leiks og komust í 21-12 en drengirnir gáfu í og náðu og minnka muninn fyrir hálfleik, staðan 29-24 fyrir Blikum.  Þriðji leikhluti var erfiður þar sem okkur gekk ílla að koma knettinum í körfuna meðan Blikar settu sín stig.  Staðan fyrir loka leikhlutann 46-35 Blikum í vil.  Í fjórða leikhluta kom áhlaup frá drengjunum og minnkuðu þeir muninn í  5 stig en nær komust við ekki og Blikar unnu því leikinn 52-57.

Þriðji leikurinn í mótinu var gegn Fjölni sem hafði komið upp úr b-riðli.  Drengirnir komust fljótlega í þægilega forystu og leiddu eftir fyrsta leikhluta 16-7.  Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum og var sami munur á liðunum í hálfleik 30-21.  Drengirnir komu grimmir til leiks í seinni hálfleik og gerðu fyrstu 7 stigin og munurinn fór í 17 stig en Fjölnir svaraði til baka með því að skora síðustu 6 stigin í leikhlutanum, staðan 40-29.  Í fjórða leikhluta var lítið að gerast og skiptust liðin á körfum. Lítið var skorað og endaði leikurinn með 9 stiga sigri, 51-42.

Síðasti leikurinn í mótinu var gegn nágrönnum okkar úr Njarðvík.  Bæði lið komu grimm til leiks og var mikið fjör.  Njarðvík var ívið betra og leiddu þeir eftir fyrsta leikhluta 16-12.  Drengirnir komu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn fljótlega í  1 stig.  Góður kafli kom svo einnig í lok leikhlutans og leiddum við því með 1 stig, 30-31. Njarðvíkingar voru grimmir í byrjun seinni hálfleiks á meðan okkur gekk illa að finna leið upp að körfunni.  Fyrir fjórða leikhluta leiddi Njarðvík með 7 stigum, 53-46.  Þegar 4 mínútur voru liðnar af leikhlutanum kom góður kafli hjá drengjunum og breyttum við stöðunni úr 59-54 í 59-63 og aðeins mínúta eftir af leiknum.  Síðasta mínútan var æsispennandi.  Njarðvík minnkaði muninn í 2 stig en drengirnir svöruðu um hæl og komu muninum aftur í 4 stig en ritaraborðið gerði þau mistök að skrá aðeins 1 stig á okkur og því sýndi taflan stöðuna 61-64 okkur í vil.  Njarðvík fer í sókn og sækja að körfunni og fá villu og tvö skot.  Setja bæði niður og 10 sek eftir að leiknum.  Keflavík kemur boltanum í leik og Njarðvík brjóta um leið.  Við setjum annað vítið niður.  Njarðvík brunar upp völlinn og setja þrist þegar 1 sek er eftir að tímanum.  Við reynum örvæntingarfullt skot sem klikkar.  Eftir smá fund á ritaraborðinu koma þessi mistök í ljós og við förum í framlengingu.  Framlengingin var eign Njarðvíkinga en þeir skoruðu 10 stig í röð og kláruðu þar með leikinn.  Lokastaða 81-75 Njarðvík í vil.  Ljóst er að þessi mistök gerðu það að verkum að leikurinn spilaðist öðruvísi, fyrir víst hefðum við frekar brotið á leikmanni Njarðvíkur en að gefa honum erfitt þriggja stiga skot.

Stigaskor helgarinnar og vítanýting:

 

KR

Breiðablik

Fjölnir

Njarðvík

Leikmaður

Stig

Víti

Stig

Víti

Stig

Víti

Stig

Víti

Bjarki Valdimarsson

-

-

2

-

-

-

2

-

Daníel Gylfason

21

5/6

-

-

5

0/2

5

-

Ragnar Albertsson

6

1/2

7

1/2

3

-

10

0/2

Haraldur Jónsson

-

-

-

-

-

-

-

-

Michael Karatzis

-

-

-

-

-

-

-

-

Sævar Eyjólfsson

5

1/2

15

1/5

12

3/6

7

-

Andri Daníelsson

18

0/1

-

-

4

2/3

18

2/4

Ólafur Elí Newman

-

-

-

-

-

-

-

-

Andri Þór Skúlason

21

1/2

13

5/7

15

5/6

15

5/6

Guðni F. Oddsson

-

-

-

-

2

-

-

-

Hafliði M. Brynjarsson

4

1/2

9

-

8

-

18

1/4

Ísak Kristinsson

-

-

6

-

2

-

-

-

 

Kveðja,

Elentínus G. Margeirsson