5.flokkur sigraði alla leiki sína í Breiðabliksmótinu
10 og 11 ára strákarnir mættu vel stemmdir í Íslandsmótið sem haldið var í Kópvogi á laugardag. Strákarnir sem eru í b liði 5.flokks Keflavíkur unnu Fjölni, Breiðablik og Val með miklum yfirburðum og unnu því mótið. Strákarnir spiluðu góða vörn en þjálfari liðsins er gamli varnarjaxlinn Albert Óskarsson.
Ánægðir strákar að móti loknu.